Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. apríl 2018 11:35
Elvar Geir Magnússon
Rússar ákærðir vegna kynþáttaníðs úr stúkunni
Leikvangurinn í Pétursborg.
Leikvangurinn í Pétursborg.
Mynd: Getty Images
FIFA hefur gefið út ákæru á Rússa eftir að stuðningsmenn landsliðsins voru með kynþáttaníð í garð leikmenn Frakklands í vináttulandsleik í síðasta mánuði.

Apahljóðum var beint að hörundsdökkum leikmönnum Frakklands í leiknum sem fór fram í Pétursborg. Frakkar fögnuðu 3-1 sigri.

Kylian Mbappe, Ousmane Dembele og Paul Pogba voru meðal þeirra sem apahljóðunum var beint að.

FIFA segist hafa fundið nóg af sönnunum til að gefa út ákæru á rússneska knattspyrnusambandið.

Kynþáttafordómar hafa lengi verið vandamál í rússneska fótboltanum og eru miklar áhyggjur af þessu vandamáli í aðdraganda HM sem fram fer í Rússlandi í sumar.

Mótið hefst eftir tæpa tvo mánuði en Rússar mæta Sádi Arabíu í setningarleiknum í Moskvu. Annar leikur Rússa verður í Pétursborg, gegn Egyptalandi.
Athugasemdir
banner
banner