Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 17. apríl 2018 10:00
Elvar Geir Magnússon
Tuchel og PSG funda í þessari viku
Tuchel verður líklega næsti stjóri PSG.
Tuchel verður líklega næsti stjóri PSG.
Mynd: Getty Images
Flest bendir til þess að Thomas Tuchel verði þjálfari Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain á næsta tímabili.

Hann hefur verið að funda með forráðamönnum PSG og fleiri fundir eru áætlaðir í þessari viku.

Tuchel hefur verið atvinnulaus síðan hann yfirgaf Borussia Dortmund í maí 2017.

Unai Emery stýrði PSG til franska meistaratitilsins um liðna helgi en ekki ríkir þó sátt um hans störf meðal æðstu manna PSG.

Antonio Conte var einnig á blaði hjá PSG en Guardian segir að forseti félagsins, Nasser al-Khelaifi, sé hrifnari af Tuchel.

Tuchel var orðaður við Bayern München en sagan segir að hann hafi gefið Þýskalandsmeisturunum afsvar.

PSG á sér draum um að vinna Meistaradeildina og allt bendir til þess að Tuchel fái það verkefni að reyna að koma liðinu alla leið í Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner