Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 17. apríl 2019 10:30
Mist Rúnarsdóttir
Hvíti Riddarinn ekki með í 2. deild í sumar
Hvíti Riddarinn hefur dregið lið sitt úr keppni
Hvíti Riddarinn hefur dregið lið sitt úr keppni
Mynd: Aðsend
Nú liggur fyrir að kvennalið Hvíta Riddarans mun ekki taka þátt í 2. deild í sumar. Liðið hefur tekið þátt í Íslandsmóti og Bikarkeppni undanfarin fjögur ár en það var ljóst í vetur að erfitt yrði að manna liðið sem nú hefur verið dregið úr keppni.

Flestir leikmanna liðsins hafa fundið sér ný lið til að spila með en alls hafa átta leikmenn gert félagaskipti frá liðinu á þessu ári. Þær Auður Linda Sonjudóttir, Emilía Karlsdóttir, Heiðrún Björk Þráinsdóttir, Sóley Rut Þrastardóttir og Svava Björk Hölludóttir gengu til liðs við Leikni Reykjavík. Valdís Björg Friðriksdóttir og Þórdís Ösp Benediktsdóttir fóru til Sindra Hornafirði og Irma Gunnþórsdóttir skipti yfir í ÍR.

Það verða því aðeins sjö lið sem leika í 2. deildinni á komandi tímabili. Það eru Álftanes, Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir, Grótta, Hamrarnir, Leiknir Reykjavík, Sindri og Völsungur. Keppni í deildinni hefst þann 11. maí næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner