Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 17. apríl 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Fjölnir heimsækir Leikni í bikarnum
Fjölnir fer í Breiðholtið. Rasmus er nýjasti leikmaður Fjölnis.
Fjölnir fer í Breiðholtið. Rasmus er nýjasti leikmaður Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er góður miðvikudagur í vændum. Hér á landi er leikið í Mjólkurbikar karla og Faxaflóamóti kvenna.

Önnur umferð Mjólkurbikarsins heldur áfram að rúlla í dag með þremur leikjum. Þar best hæst Inkasso-slagur Leiknis úr Breiðholti og Fjölnis.

Danski varnarmaðurinn Rasmus Christiansen gæti leikið með Fjölni í þessum leik.

Þá mætast KÁ og Berserkir annars vegar og Fram og Ýmir hins vegar.

Í Faxaflóamóti kvenna spilar Selfoss við ÍBV. Þetta er síðasti leikurinn í A-riðli. Selfoss er með fjögur stig fyrir leikinn og ÍBV með þrjú stig.

miðvikudagur 17. apríl

Faxaflóamót kvenna - A-riðill
16:00 Selfoss-ÍBV (JÁVERK-völlurinn)

Mjólkurbikar karla
19:00 Leiknir R.-Fjölnir (Leiknisvöllur)
19:00 Fram-Ýmir (Framvöllur)
20:00 KÁ-Berserkir (Ásvellir)
Athugasemdir
banner
banner
banner