Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 17. apríl 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meiðslavandræði hjá Tottenham fyrir seinni leikinn við City
Óljóst er hvort Dele Alli geti byrjað leikinn.
Óljóst er hvort Dele Alli geti byrjað leikinn.
Mynd: Getty Images
Það er óljóst hvort að Dele Alli og Erik Lamela verði klárir í slaginn fyrir leikinn gegn Manchester City í Meistaradeildinni í kvöld.

Tottenham heimsækir Man City í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri lekurinn endaði með 1-0 sigri Tottenham og spennan er því mikil.

Alli handarbrotnaði í fyrri leiknum gegn City. Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, sagði í gær:

„Við þurfum að skoða hann. Við eigum eftir eina æfingu og eftir hana sjáum við til hvort það sé mögulegt fyrir hann að byrja leikinn eða byrja á bekknum."

Lamela og Alli ferðuðust með til Manchester, en miðjumaðurinn Harry Winks verður ekki með. Hann varð fyrir nárameiðslum á æfingu.

Þá er ljóst að Harry Kane, Serge Aurier og Eric Dier verða allir fjarri góðu gamni í kvöld.

Hjá Manchester City er lykilmaðurinn Fernandinho tæpur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner