Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 17. apríl 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nær PSG loksins að landa titlinum í dag?
Thomas Tuchel, stjóri PSG.
Thomas Tuchel, stjóri PSG.
Mynd: Getty Images
PSG átti möguleika á því annan leikinn í röð að tryggja sér franska meistaratitilinn á sunnudaginn þegar liðið mætti Lille síðastliðið sunnudagskvöld.

Leikurinn fór ekki eftir plani fyrir Parísarliðið, svo sannarlega ekki.

Sjá einnig:
Martraðarkvöld fyrir PSG - Niðurlægðir með titilinn í sjónmáli

PSG sækir Nantes heim klukkan 17:00 í frönsku úrvalsdeildinni í dag og fær þar enn einn möguleikann til að landa titlinum. Sigur í dag og PSG er deildarmeistari í Frakklandi í áttunda sinn.

Hópurinn hjá PSG er þunnskipaður fyrir leikinn og verður liðið án leikmanna eins og Neymar, Marco Verratti, Thiago Silva, Angel Di Maria og Edinson Cavani í dag.

Fyrir leikinn í dag er PSG með 17 stiga forskot á Lille. PSG á sjö leiki eftir og Lille sex.


Athugasemdir
banner
banner