Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 17. apríl 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
West Brom fer sömu leið og í fyrra
Jimmy Shan.
Jimmy Shan.
Mynd: Getty Images
Jimmy Shan mun stýra West Brom út þessa leiktíð.

West Brom fer þar með sömu leið og í fyrra þegar Darren Moore var ráðinn til að klára tímabilið. Moore var í þjálfarateymi West Brom, rétt eins og Shan var á þessari leiktíð.

West Brom féll þá úr ensku úrvalsdeildinni en frammistaðan undir stjórn Moore þótti góð og fékk hann áframhaldandi samning.

Moore var rekinn frá West Brom í síðasta mánuði þrátt fyrir að liðið væri í fjórða sæti Championship-deildarinnar.

Shan var í þjálfarateymi Darren Moore og var hann ráðinn til bráðabirgða eftir að Moore var rekinn. Undir stjórn Shan hefur West Brom unnið fjóra af sex leikjum sínum.

West Brom vildi ráða Alex Neil, stjóra Preston, en það gekk ekki upp og fær Shan því tækifæri til að láta ljós sitt skína.

West Brom er enn í fjórða sæti Championship og virðist vera á leið í umspilið.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 38 25 7 6 70 28 +42 82
2 Leicester 37 26 4 7 74 33 +41 82
3 Ipswich Town 38 24 9 5 80 49 +31 81
4 Southampton 36 22 7 7 73 47 +26 73
5 West Brom 38 19 9 10 59 36 +23 66
6 Norwich 38 18 7 13 69 54 +15 61
7 Hull City 37 16 10 11 53 46 +7 58
8 Coventry 37 15 12 10 59 43 +16 57
9 Preston NE 37 16 8 13 49 54 -5 56
10 Middlesbrough 38 16 6 16 53 52 +1 54
11 Cardiff City 38 16 5 17 43 51 -8 53
12 Sunderland 38 14 6 18 48 45 +3 48
13 Watford 38 12 12 14 53 51 +2 48
14 Bristol City 38 13 8 17 42 45 -3 47
15 Swansea 38 12 10 16 48 58 -10 46
16 Millwall 38 11 10 17 36 50 -14 43
17 Blackburn 38 11 9 18 51 64 -13 42
18 Plymouth 38 10 11 17 54 62 -8 41
19 Stoke City 38 11 8 19 35 53 -18 41
20 QPR 38 10 10 18 36 50 -14 40
21 Birmingham 38 10 9 19 42 59 -17 39
22 Huddersfield 38 8 15 15 42 61 -19 39
23 Sheff Wed 38 11 5 22 30 61 -31 38
24 Rotherham 38 3 11 24 30 77 -47 20
Athugasemdir
banner
banner
banner