Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 17. apríl 2022 17:01
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Fáránlegt rautt spjald á Kondogbia
Mynd: EPA

Atletico Madrid tók á móti Espanyol í spænska boltanum í dag og úr varð ansi dramatískur leikur.


Atletico var 1-0 yfir þegar miðjumaðurinn Geoffrey Kondogbia fékk sitt seinna gula spjald frá dómaranum og var rekinn útaf.

Kondogbia var spjaldaður fyrir að setja hendina í boltann en þegar atvikið er skoðað í endursýningu kemur í ljós að hann hefði líklegast aldrei átt að vera spjaldaður fyrir þetta.

Frakkinn eftirsótti, sem á rætur að rekja til Afríku og leikur fyrir landslið Mið-Afríkulýðveldisins, kastaði sér fyrir langskot gestanna en boltinn skaust af fótleggnum hans og í hendina sem var þó meðfram líkamanum.

Dómarinn dæmdi aukaspyrnu og gult spjald og tók mótmæli heimamanna ekki til greina eins og er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Sjáðu rauða spjaldið


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner