Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 17. maí 2018 08:26
Magnús Már Einarsson
Arteta fundar með Arsenal í dag
Arteta í leik með Arsenal á sínum tíma.
Arteta í leik með Arsenal á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Arsenal ætlar að funda með Mikel Arteta í dag en hann gæti tekið við sem næsti knattspyrnustjóri félagsins.

Arsene Wenger er að láta af störfum eftir 22 ára starf og Arteta þykir líklegastur til að taka við.

Arteta er fyrrum leikmaður Arsenal en hann hefur verið aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City undanfarin tvö tímabil.

Ef Arteta tekur við Arsenal er líklegt að hann fái 50 milljónir punda til leikmannakaupa í sumar.

Hinn 36 ára gamli Arteta mun funda með Arsenal í dag en félagið vill ganga frá ráðningu á nýjum stjóra áður en HM hefst 14. júní.

Ferill Arteta
1999-2002 B lið Barcelona
2001/2002 PSG
2002-2004 Rangers
2004-2005 Real Sociedad
2005-2011 Everton
2011-2016 Arsenal
2016-2018 Man City (Aðstoðarstjóri)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner