Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 17. maí 2019 23:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
4. deild: Hörður og Ýmir með sigra
Stokkseyri jafnaði tvisvar en Hörður kláraði dæmið
Haraldur skoraði fyrsta mark Harðar í kvöld.
Haraldur skoraði fyrsta mark Harðar í kvöld.
Mynd: Knattspyrnufélagið Hörður
Einn leikur fór fram í A-riðli 4. deildar karla í kvöld og einn leikur í C-riðli. Þetta voru fyrstu leikir liðanna þetta árið.

Í Kórnum tók lið Ýmis á móti Árborg í A-riðli. Arnar Freyr Guðmundsson gerði eina mark leiksins fyrir Ými á 19. mínútu. Ýmir er því ásamt Birninum og SR komið með þrjú stig á toppi riðilsins.

Í C-riðli tóku heimamenn í Stokkseyri á móti Herði frá Ísafirði á Stokkseyrarvelli. Markalaust var fram að 42. mínútu þegar Haraldur Jóhann kom Herði yfir og leiddu gestirnir í leikhléi.

Örvar Hugason jafnaði leikinn fyrir heimamenn þegar sex mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Flóki Hrafn kom gestunum aftur yfir sjö mínútum seinna. Eyþór Gunnarsson jafnaði leikinn aftur fyrir heimamenn þegar um stundafjórðungur lifði leiks.

Sigurmarkið kom svo á 87. mínútu þegar Daníel Wade Adeleye skoraði fyrir gestina. Góð byrjun á mótinu fyrir Hörð frá Ísafirði.

Ýmir 1-0 Árborg
1-0 Arnar Freyr Guðmundsson ('19)

Stokkseyri 2-3 Hörður Í.
0-1 Haraldur Jóhann Hannesson ('42)
1-1 Örvar Hugason ('51)
1-2 Flóki Hrafn Harðarson ('58)
2-2 Eyþór Gunnarsson ('74)
2-3 Daníel Wale Adeleye ('87)
Athugasemdir
banner
banner
banner