Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 17. maí 2019 21:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
4. deild: Snæfell kom til baka og sigraði ÍH
Þrenna hjá Victori Páli dugði ekki í gær
Góður sigur hjá Snæfelli.
Góður sigur hjá Snæfelli.
Mynd: Snæfell
Einn leikur fór fram í B-rilið 4. deildar karla í kvöld. ÍH mætti Snæfelli í Úlfarsárdal.

ÍH komst yfir með marki eftir um kortersleik þegar Andri 'Hamstring' Magnússon skoraði beint úr aukaspyrnu.


ÍH leiddi í hálfleik en Snæfell pressaði á ÍH í seinni hálfleik. Sigurjón Kristinsson jafnaði metinn á 78. mínútu fyrir Snæfell.

Í uppbótartíma skoraði svo Milos Janicijevic sigurmark leiksins og tryggði Snæfelli sigurinn.

Í gær fór fram leikur SR og Vatnalilja á Þróttaravellinum í A-riðli. SR komst í 3-0 en Victor Páll minnkaði muninn með tveimur mörkum fyrir Vatanliljur. Staðan var 3-2 í hálfleik.

Bjarki Steinar Björnsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark hjá Vatnaliljum áður en Victor Páll fullkomnaði þrennu sína fyrir Vatnaliljur. 4-3 sigur SR staðreynd.

ÍH 1-2 Snæfell
1-0 Andri Magnússon ('16)
1-1 Sigurjón Kristinsson ('78)
1-2 Milos Janicijevic ('90)

SR 4-3 Vatnaliljur
1-0 Helgi Kristjánsson ('2)
2-0 Jóhannes Kári Sólmundarson ('9)
3-0 Brynjar Smári Guðráðsson sjálfsmark ('10)
3-1 Victor Páll Sigurðsson ('13)
3-2 Victor Páll Sigurðsson, víti ('43)
4-2 Bjarki Steinar Björnsson sjálfsmark ('61)
4-3 Victor Páll Sigurðsson, víti ('76)


Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner