Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 17. maí 2019 12:13
Fótbolti.net
Alex fékk hamingjuóskir frá Innkastinu
Alex Þór Hauksson.
Alex Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn ungi, Alex Þór Hauksson hjá Stjörnunni, fékk sérstakar hamingjuóskir í Innkastinu hér á Fótbolta.net.

Alex skoraði sitt fyrsta mark fyrir meistaraflokk Stjörnunnar þegar liðið vann 4-3 útisigur gegn Víkingi í Pepsi Max-deildinni.

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið

„Alex fær hamingjuóskir. Fyrsta markið. 57 leikir í deild og bikar. Loksins kom markið, hann er kominn á blað og við óskum honum til hamingju með það. Hann hefur verið lengi að þó hann sé bara 19 ára," sagði Magnús Már Einarsson.

„Ég gerði bara ráð fyrir því að hann væri búinn að skora," sagði Gunnar Birgisson en það kom honum á óvart að þetta hafi verið hans fyrsta mark.

Þrátt fyrir sigur Stjörnunnar gegn Víkingi er Gunnar efins um Stjörnuliðið.

„Ég er ekki seldur eftir 1-1 á móti Grindavík og 1-1 gegn KR þar sem þeir eru manni fleiri, 1-0 sigur gegn HK. Ég er ekkert að fara að standa upp og klappa. Skoðum þetta Stjörnulið betur þegar þeir eru búnir með þetta erfiða prógramm sem þeir eru að fara í," sagði Gunnar í Innkastinu.



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner