Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fös 17. maí 2019 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Arsenal klúbburinn á Íslandi styrkti þrjú góðgerðarfélög
Mynd: Getty Images
Undanfarin ár hefur Arsenalklúbburinn á Íslandi gefið fjárhæðir til góðgerðarsamtaka eða styrtkarfélaga á Íslandi. Á aðalfundi klúbbsins sem haldinn var 12. maí s.l. var hins vegar ákveðið að stíga skrefið lengra og styrkja þrjú félög, öll fengu þau 100.000 kr. hvert að gjöf frá klúbbnum.

Félögin sem fengu styrk að þessu sinni voru neðantalin.

MND félagið á Íslandi
Hlutverk félagsins er að vinna að velferð þeirra sem haldnir eru MND hreyfitaugahrörnun eða öðrum vöðva og taugasjúkdómum með sömu eða svipaðar afleiðingar.

Alzheimersamtökin
Markmið félagsins er að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna, efla samvinnu og samheldni aðstandenda með fræðslufundum og útgáfustarfsemi og auka skilning stjórnvalda, heilbrigðisstétta og almennings á þeim vandamálum sem þessir einstaklingar og aðstandendur þeirra eiga við að etja.

Gleym mér ei – styrktarfélag
Gleym mér ei er félag sem er til staðar fyrir þá sem verða fyrir missi á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu þar sem lítil ljós eru varðveitt og lifa áfram í minningu.
Athugasemdir
banner
banner
banner