Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 17. maí 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bielsa tilbúinn að hlusta á það sem Leeds hefur að bjóða
Marcelo Bielsa.
Marcelo Bielsa.
Mynd: Getty Images
Argentíski stjórinn Marcelo Bielsa segist ætla að hlusta á hvað Leeds hafi upp á að bjóða.

Bielsa tók við Leeds fyrir tímabilið og kom liðinu í umspilið í Championship-deildinni þar sem liðið tapaði á svekkjandi hátt gegn Derby í undanúrslitum.

Leeds byrjaði tímabilið frábærlega en liðið dalaði þegar leið á tímabilið.

Eftir tapið gegn Derby á miðvikudag sagði Bielsa:

„Ef félagið býður mér að halda áfram þá mun ég hlusta á það hvað það hefur upp á bjóða. Við erum vonsviknir að fara ekki lengra."

Bielsa er 63 ára gamall Argentínumaður sem hefur vakið mikla athygli á sínu fyrsta tímabili í Englandi. Hann kann lítið í ensku og er því alltaf með túlk í viðtölum og á blaðamannafundum. Hann lét leikmenn sína tína rusl og njósnaði um andstæðinga sína.

Það sem skiptir mestu máli er að hann kom Leeds rosalega nálægt því að komast loksins aftur upp í deild þeirra bestu.

Bielsa er sérfræðingur þegar kemur að fótbolta og stuðningsmenn Leeds dýrka hann.

Hér að neðan má sjá skemmtilegt myndband um Bielsa.





Athugasemdir
banner