Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. maí 2019 10:15
Fótbolti.net
Óli Jó nennti ekki að tala um Gary Martin
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir leik í gær.
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir leik í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, neitaði að svara spurningum um Gary Martin eftir sigurinn gegn Fylki í gær. Gary Martin var ekki í leikmannahópnum hjá Val og var bannað að æfa með liðinu daginn fyrir leik.

Valsmenn vilja losa sig við Gary Martin og hefur Ólafur sagt að hann henti ekki leikstílnum.

Rætt var um málið í Innkastinu hér á Fótbolta.net eftir að fjórðu umferðinni lauk.

„Óli Jó neitaði að svara spurningum um Gary Martin eftir leikinn. 'Ég bara nenni ekki að tala um þennan mann' sagði hann, í grófari tón en ég er að tala núna," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.

Tómas Þór Þórðarson sagði þá: „Það er mjög fyndið. Hann býr til fréttirnar og vill losna við þennan rándýra, fræga og litríka framherja. Svo vill hann ekki svara fyrir það eftir að hann vildi losna við hann. Eins og það séu ekki fréttir! Það verður að segjast að þetta er svolítið týpískur Óli Jó," sagði Tómas Þór Þórðarson.

Það er greinilegt að Ólafur er kominn með upp í kok af enska framherjanum.

„Miðað við það sem maður hefur heyrt af Hlíðarenda þá er þetta ekkert nýtt í raun og veru. Þetta er bara Gary Martin. Hann er meira en bara fótboltamaður. Það verður spennandi að sjá hvort eitthvað félag sé tilbúið í júlí að borga honum nálægt þeim launum sem hann er á," sagði Gunnar Birgisson.

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner