Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fös 17. maí 2019 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rooney segir að leikmenn Man Utd séu í felum
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, markahæsti leikmaður í sögu Manchester United, gagnrýnir leikmenn félagsins fyrir að leita alltaf að einhverju til að fela sig bakvið.

Hann segir leikmenn fela sig bakvið aðra inn á vellinum og segir að leikmannahópurinn verði að óttast Ole Gunnar Solskjær, stjóra liðsins.

„Ég held að leikmennirnir verði að óttast einhvern," sagði Rooney í hlaðvarpsþætti sínum, The Wayne Rooney Podcast.

„Þeir verða að óttast Ole Gunnar og Michael Carrick. Þeir þurfa að virða þá en líka óttast þá."

„Leikmenn tapa leikjum og fara svo á samfélagsmiðla og auglýsa nýju fatalínuna sina, rakspýra eða annað sem þeir eru að gefa út."

„Stuðningsmenn spyrja þá af hverju þeir séu að setja þessar færslur inn þá fela þeir sig á bakvið markaðsfólkið sem sér um reikninga þeirra."

„Það fólk vinnur fyrir ykkur. Ég er með fólk sem vinnur fyrir mig en það gerir aldrei neitt sem ég hef ekki beðið um."

„Þú stýrir þínum viðskiptum, þú verður að bera ábyrgð á þessari hlið líka."

„Þessir leikmenn finna sér alltaf einhvern til að fela sig bakvið, bæði á vellinum og utan vallar."


United liðið byrjaði vel undir stjórn Solskjær en vann aðeins tvo af síðustu tíu leikjum sínum og endaði fimm stigum frá Meistaradeildarsæti.
Athugasemdir
banner