fös 17. maí 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn um helgina - Hörð barátta um Meistaradeildarsæti
Nær Getafe að komast í Meistaradeildina.
Nær Getafe að komast í Meistaradeildina.
Mynd: Getty Images
Barcelona heimsækir Eibar.
Barcelona heimsækir Eibar.
Mynd: Getty Images
Spænsku úrvalsdeildinni lýkur um helgina. Átta leikir fara fram á laugardag og tveir á sunnudag.

Atletico Madrid er búið að tryggja sér annað sæti deildarinnar en liðið tekur á móti Levante í fyrsta leik helgarinnar á morgun klukkan 11:00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Mesta spennan fyrir þessa helgi er baráttan um síðasta Meistaradeildarsætið. Valencia, Getafe og Sevilla berjast um það. Valencia og Getafe eru með 58 stig á meðan Sevilla er með 56 stig. Markatala liðanna er svipuð. Öll þess lið spila klukkan 14:15 á laugardag.

Það er ljóst að Rayo Vallecano og Huesca fara niður í B-deild. Annað hvort Celta Vigo eða Girona fer með, en fyrir umferðina er Celta með þriggja stiga forskot á Girona. Bæði þessi lið spila klukkan 18:45.

Á sunnudaginn eru Barcelona og Real Madrid í eldlínunni. Real Madrid fær Real Betis í heimsókn og Barcelona heimsækir Eibar. Barcelona er nú þegar búið að tryggja sér meistaratitlinn en Real Madrid vill eflaust gleyma þessu tímabili sem fyrst.

laugardagur 18. maí
11:00 Levante - Atletico Madrid (Stöð 2 Sport)
14:15 Espanyol - Real Sociedad
14:15 Getafe - Villarreal (Stöð 2 Sport 3)
14:15 Sevilla - Athletic (Stöð 2 Sport 4)
14:15 Valladolid - Valencia (Stöð 2 Sport 5)
18:45 Alaves - Girona
18:45 Celta - Vallecano
18:45 Huesca - Leganes

sunnudagur 19. maí
10:00 Real Madrid - Betis (Stöð 2 Sport)
14:15 Eibar - Barcelona (Stöð 2 Sport)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 29 22 6 1 64 20 +44 72
2 Barcelona 29 19 7 3 60 34 +26 64
3 Girona 29 19 5 5 59 34 +25 62
4 Athletic 29 16 8 5 50 26 +24 56
5 Atletico Madrid 29 17 4 8 54 34 +20 55
6 Real Sociedad 29 12 10 7 42 31 +11 46
7 Betis 29 10 12 7 34 33 +1 42
8 Valencia 28 11 7 10 32 32 0 40
9 Getafe 29 9 11 9 37 42 -5 38
10 Villarreal 29 10 8 11 47 51 -4 38
11 Las Palmas 29 10 7 12 29 32 -3 37
12 Osasuna 29 10 6 13 33 43 -10 36
13 Alaves 29 8 8 13 26 35 -9 32
14 Mallorca 29 6 12 11 25 35 -10 30
15 Vallecano 29 6 11 12 25 38 -13 29
16 Sevilla 29 6 10 13 36 44 -8 28
17 Celta 29 6 9 14 32 44 -12 27
18 Cadiz 29 3 13 13 20 40 -20 22
19 Granada CF 28 2 8 18 30 58 -28 14
20 Almeria 29 1 10 18 28 57 -29 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner