Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 17. maí 2019 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Zlatan áfram í sviðsljósinu - Í tveggja leikja bann fyrir hálstak
Mynd: Getty Images
Samkvæmt heimildum ESPN hefur Zlatan Ibrahimovic verið dæmur í tveggja leikja leikbann fyrir að grípa markmann New York City, Sean Johnson, hálstaki í leik Los Angeles Galaxy og New York City í MLS deildinni um síðustu helgi.

New York vann leikinn 2-0. Zlatan mun missa af heimaleik Galaxy gegn Colorado Rapids á sunnudaginn og leiknum gegn Orlando 24. maí. Galaxy hefur tapað þremur leikjum í röð.

Hálstakið átti sér stað á 86. mínútu leiksins rétt eftir að Zlatan átti skot í slána á marki New York.

Sean Johnson fór aðeins utan í Zlatan eftir skotið og það fór mjög í taugarnar á Svíanum og lágu þeir báðir í grasinu í kjölfarið.

Zlatan hefur skorað níu mörk í tíu leikjum á leiktíðinni en Carlos Vela er markahæstur í deildinni með þrettán mörk í þrettán leikjum.
Athugasemdir
banner
banner