sun 17. maí 2020 15:13
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Union og Bayern: Coutinho og Perisic ekki inná
Mynd: Getty Images
Nýliðar Union Berlin taka á móti margföldum Þýskalandsmeisturum FC Bayern í síðasta leik dagsins í þýska boltanum.

Byrjunarliðin hafa verið staðfest og verður áhugavert að sjá hvernig nýliðunum mun ganga gegn stjörnum prýddu liði Bayern.

Gestirnir frá München eru án Philippe Coutinho vegna meiðsla en Thomas Müller og Serge Gnabry munu leika ásamt Robert Lewandowski í fremstu víglínu.

Hinn efnilegi Alphonso Davies er einnig í byrjunarliðinu ásamt David Alaba, Benjamin Pavard og Joshua Kimmich sem eru allt fjölhæfir leikmenn. Pavard verður hægri bakvörður, Davies vinstri bakvörður, Alaba mun spila í miðverði og Kimmich á miðjunni.

Kingsley Coman, Ivan Perisic, Lucas Hernandez og Alvaro Odriozola eru meðal varamanna FC Bayern.

Bayern getur aukið forystu sína á toppi deildarinnar í fjögur stig með sigri. Heimamenn eru í neðri hlutanum, sjö stigum frá fallsæti.

Leikurinn verður sýndur beint á Viaplay.

Union Berlin: Gikiewicz; Schlotterbeck, Hübner, Subotic; Lenz, Trimmel, Prömel, Andrich; Ingvartsen, Ujah, Bülter
Varamenn: Nicolas, Ryerson, Mees, Polter, Andersson, Reichel, Kroos, Parensen, Gentner

FC Bayern: Neuer, Pavard, Boateng, Davies, Alaba, Kimmich, Goretzka, Thiago, Müller, Gnabry, Lewandowski
Varamenn: Ulreich, Odriozola, Cuisance, Perisic, Lucas H., Coman, Mai, Zirkzee
Athugasemdir
banner
banner