Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 17. maí 2020 20:10
Brynjar Ingi Erluson
Chirivella ætlar að fara frá Liverpool í sumar
Pedro Chirivella í baráttunni gegn Everton
Pedro Chirivella í baráttunni gegn Everton
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Pedro Chirivella hefur ákveðið að hafna samningstilboði Liverpool og ætlar sér að leita á önnur mið í sumar en þetta kemur fram í Liverpool Echo.

Chirivella, sem er 23 ára gamall, hefur verið á mála hjá Liverpool í sjö ár eða frá því hann kom frá Valencia árið 2013.

Hann spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik aðeins 18 ára gamall en lék svo ekkert með aðalliðinu í þrjú ár.

Hann hefur spilað sex leiki fyrir aðalliðið í ensku bikarkeppnunum á þessu tímabili og átti meðal góða leiki gegn Everton og Shrewsbury í FA-bikarnum en hann ætlar að hafna nýjum fimm ára samning við Liverpool.

Spánverjinn vill fá meiri spiltíma og er ólíklegt að það gerist hjá Liverpool þrátt fyrir að Jürgen Klopp hafi mikla trú á hæfileikum hans.

Franska félagið Nantes virðist ætla að vinna kapphlaupið um Chirivella sem verður samningslaus í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner