Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 17. maí 2020 16:01
Ívan Guðjón Baldursson
Færeyjar: Þórshafnarliðin á toppnum - Rene skoraði í sigri HB
Rene Joensen skoraði í sigri HB.
Rene Joensen skoraði í sigri HB.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
B36 og HB frá Þórshöfn deila toppsæti færeysku deildarinnar eftir fyrstu tvær umferðir tímabilsins. NSÍ Runavík getur jafnað liðin á toppinum með sigri gegn Streymi í lokaleik dagsins sem er nýfarinn af stað.

B36 lagði AB Argir auðveldlega að velli á meðan HB sigraði Íþróttafélag Fuglafjarðar á útivelli.

Rene Joensen, fyrrum leikmaður Grindavíkur, skoraði þriðja mark HB gegn Fuglafirði.

Víkingur Gøta rúllaði þá yfir Skála ÍF eftir að hafa lent undir og er með fjögur stig eftir tvær umferðir.

B36 Torshavn 3 - 0 AB Argir

IF Fuglafjordur 1 - 3 HB Torshavn

Víkingur 5 - 2 Skála
Athugasemdir
banner
banner
banner