Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 17. maí 2020 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Falcao: Af hverju mega leikmenn ekki faðmast?
Hinn 34 ára gamli Falcao hefur farið gríðarlega vel af stað hjá Galatasaray.
Hinn 34 ára gamli Falcao hefur farið gríðarlega vel af stað hjá Galatasaray.
Mynd: Getty Images
Kólumbíski sóknarmaðurinn Radamel Falcao horfði á stórleik Borussia Dortmund gegn Schalke í þýska boltanum í gær og var hissa þegar hann sá fagn heimamanna eftir fyrsta mark leiksins sem norski táningurinn Erling Braut Haaland skoraði.

Leikmenn verða að virða tveggja metra regluna þegar þeir fagna mörkum til að takmarka mögulega smithættu af kórónuveirunni. Falcao spyr sig hvort nauðsynlegt sé að framfylgja þessari reglu.

„Ég er að horfa á endurkomu fótboltans og spyr sjálfan mig: Ætli það sé tæknileg ástæða fyrir því að leikmönnum er ekki leyft að faðmast þegar þeir skora mörk?" skrifaði Falcao á Twitter.

„Leikmenn eru stöðugt að snertast, í hornspyrnum eru varnarmenn ofan í sóknarmönnum! Svo eru menn hlið við hlið þegar þeir þurfa að standa í varnarvegg."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner