Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 17. maí 2020 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrrum aðstoðarþjálfari Egyptalands: Salah hafnaði Real Madrid
Hinn 27 ára gamli Salah hefur skorað 91 mark í 144 leikjum fyrir Liverpool.
Hinn 27 ára gamli Salah hefur skorað 91 mark í 144 leikjum fyrir Liverpool.
Mynd: Getty Images
Hany Ramzy, einn af leikjahæstum leikmönnum í sögu egypska landsliðsins, var aðstoðarþjálfari Hector Cuper hjá landsliðinu 2018.

Hann segir að á tíma sínum með Egyptalandi hafi Salah talað um tilboð frá Real Madrid sem hann hafnaði.

„Á landsliðsæfingu í Sviss í mars 2018 sagði Salah mér frá afar góðu tilboði frá Real Madrid. Hann ræddi við mig og Hector Cuper um tilboðið en ákvað að vera áfram hjá Liverpool því honum leið vel þar," sagði Ramzy við OnTime Sports.

Nokkrum mánuðum síðar átti Salah eftir að spila úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid. Þar handleggsbrotnaði hann snemma leiks eftir viðskipti við Sergio Ramos og missti af fyrstu leikjum heimsmeistaramótsins í Rússlandi.

Salah tókst þó að vinna Meistaradeildina með Liverpool einu ári síðar.
Athugasemdir
banner