Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 17. maí 2020 21:58
Brynjar Ingi Erluson
Hudson-Odoi handtekinn í London - Ung kona flutt með sjúkrabíl
Callum Hudson-Odoi er í vandræðum
Callum Hudson-Odoi er í vandræðum
Mynd: Getty Images
Enski landsliðsmaðurinn Callum Hudson-Odoi var handtekinn aðfararnótt sunnudags eftir rildri við ofurmódel en ensku blöðin greina frá þessu í kvöld.

Lögreglunni í London barst símtal frá konu sem var þá í íbúð Hudson-Odoi og hafði hlotið áverka en hún var flutt með sjúkrabíl á sjúkrahús á meðan enski leikmaðurinn var færður í gærsluvarðhald.

Lögreglan fór aftur á vettvang í dag til að rannsaka málið en Chelsea hefur ekki gefið frá sér tilkynningu vegna málsins.

Hudson-Odoi virðist hafa brotið reglur um samkomubann en hann greindist með kórónaveiruna í mars en er allur að koma til og á að snúa til æfinga í næstu viku.

Samkvæmt The Sun kynntist Hudson-Odoi konunni á netinu og bauð henni heim til sín. Stuttu síðar var lögreglan mætt á svæðið.

Hudson-Odoi er fimmti leikmaðurinn á stuttum tíma sem virðist brjóta samkomubann en Kyle Walker bauð þá vændikonum í teiti hjá sér og þá hafa þeir Jack Grealish og Morgan Gibbs-White einnig brotið reglur um samkomubann. auk Moise Kean.
Athugasemdir
banner
banner