Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 17. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ítölsk félög látin taka upp æfingar - Prandelli vill byrja í júlí
Mynd: Getty Images
Ítalska ríkisstjórnin skikkaði knattspyrnusambandið til að láta knattspyrnufélög taka upp allar æfingar sínar meðan kórónuveiran herjar á landið.

Eftirlitsmenn á vegum knattspyrnusambandsins hafa kíkt bæði til Lazio og Napoli til að fullvissa sig um að allt sé með felldu og strangar reglur um samkomubann og félagsforðun séu virtar.

Eftirlitsmennirnir báðu um að fá að skoða upptökur af æfingum liðanna síðustu daga og fundu ekkert athugavert.

Stefnt er að fara aftur af stað með ítölsku deildina 13. júní en Cesare Prandelli, fyrrum þjálfari Fiorentina og ítalska landsliðsins, skilur ekki hvers vegna verið sé að flýta sér svona mikið. Hann vill bíða þar til í júlí með að endurræsa tímabilið.

„Ég skil ekki hvers vegna við getum ekki beðið aðeins lengur. Þá mun ástandið vera ljósara og fordæmi verða til sem við getum farið eftir. Af hverju ekki að byrja í júlí frekar en í júní?" sagði Prandelli.

„Það er rétt að fólk þarf fótbolta til að gleyma daglegu amstri, en ég held ekki að fótbolti sé það fyrsta sem kemur í huga fólks í dag. Ítalía er enn að berjast við veiruna, fólk er enn að deyja á hverjum degi. Að mínu mati þurfum við aðeins meiri tíma."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner