Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. maí 2020 19:17
Brynjar Ingi Erluson
Lewandowski kominn með 40 mörk - Fimmta tímabilið í röð
Robert Lewandowski er markavél
Robert Lewandowski er markavél
Mynd: Getty Images
Pólski framherjinn Robert Lewandowski skoraði 40. mark sitt á tímabilinu í 2-0 sigri Bayern München á Union Berlín í þýsku deildinni í dag. Þetta er fimmta tímabilið í röð sem hann skorar 40 mörk eða meira.

Borussia Dortmund keypti Lewandowski frá Lech Poznan árið 2010 en hann gerði 9 mörk á fyrstu leiktíðinni sinni með Dortmund og eftir það fór vélin að malla.

Hann skoraði samtals 103 mörk í 187 leikjum með Dortmund áður en hann var keyptur til Bayern. Lewandowski skoraði 25 mörk á fyrsta tímabilinu hjá Bayern en hann hefur komist yfir 40 marka múrin á öllum tímabilum sínum með liðinu síðan.

Tímabilið 2015/2016 skoraði hann 42 mörk og svo 43 mörk tímabilið á eftir. Hann gerði 41 mark tímabilið 2017/2018 og 40 mörk á síðustu leiktíð.

Hann skoraði fyrra mark Bayern í dag úr vítaspyrnu og gerði þar með 40. mark sitt á tímabilinu í öllum keppnum. Fimmta tímabilið í röð en í heildina er hann með 231 mark í 276 keppnisleikjum með Bayern sem er ótrúleg tölfræði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner