Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 17. maí 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lukaku að sannfæra samningslausa Belga um að koma til Inter
Mynd: Getty Images
Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Inter gæti bætt nokkrum belgískum landsliðsmönnum við sig þegar félagaskiptaglugginn opnar í sumar.

Þeir eru nokkrir Belgarnir sem eru að renna út á samningi og hafa landsliðsfélagar Romelu Lukaku verið orðaðir í Inter.

Dries Mertens, Jan Vertonghen og Thomas Meunier, sem leika fyrir Napoli, Tottenham og PSG, verða allir samningslausir í sumar og því falir á frjálsri sölu.

Mertens er flinkur framherji sem leikur fyrir Napoli, Vertonghen er fjölhæfur varnarmaður Tottenham og Meunier stæðilegur hægri bakvörður PSG.

Lukaku er sagður ætla að leggja sitt af mörkum til að sannfæra þá um að spila með sér í ítalska boltanum, þar sem Inter er í þriðja sæti sem stendur níu stigum eftir toppliði Juventus en með leik til góða.

Annar Belgi sem gæti sinnt hlutverki hjá Inter á næstu leiktíð er Radja Nainggolan, sem hefur verið frábær að láni hjá Cagliari á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner