Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 17. maí 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mihajlovic: Zlatan fer til Bologna eða Svíþjóðar
Mynd: Getty Images
Serbneska goðsögnin Sinisa Mihajlovic hefur gert fína hluti við stjórnvölinn hjá Bologna þrátt fyrir að hafa glímt við hvítblæði undanfarið ár.

Mihajlovic er góður vinur hins 38 ára gamla Zlatan Ibrahimovic sem gekk í raðir AC Milan í janúar og er búinn að skora fjögur mörk í tíu leikjum.

Ítalskir fjölmiðlar hafa verið að velta framtíð Zlatan fyrir sér og eru sammála um að hann verði ekki áfram hjá Milan á næstu leiktíð. Mihajlovic tekur undir þann orðróm og segir að Zlatan fari annað hvort til Bologna eða Svíþjóðar fyrir næstu leiktíð.

„Hann hringdi í mig fyrir nokkrum dögum en sagðist vera óákveðinn varðandi sumarið. Hann verður ekki áfram hjá Milan, það er klárt mál. Hann mun annað hvort ganga til liðs við okkur í Bologna eða halda heim til Svíþjóðar," sagði Mihajlovic í serbnesku sjónvarpi.

Zlatan á 25% hlut í Hammarby og æfði með félaginu í kórónuveirufaraldrinum. Hann hefur verið orðaður sterklega við skipti til félagsins
Athugasemdir
banner
banner
banner