Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 17. maí 2020 21:25
Brynjar Ingi Erluson
Neuer: Rummenigge veit hvað er í gangi
Manuel Neuer í leik með Bayern
Manuel Neuer í leik með Bayern
Mynd: Getty Images
Þýski markvörðurinn Manuel Neuer neitaði því að hann væri nálægt því að gera nýjan samning við Bayern München er hann ræddi við fjölmiðla eftir 2-0 sigurinn á Union Berlín í dag.

Neuer stóð á milli stanganna hjá Bayern í dag líkt og hann hefur gert síðustu ár en hann er einn besti markvörður heims og hefur verið í hartnær áratug.

Samningur hans við Bayern rennur út á næsta ári en hann hefur verið í viðræðum við félagið um nýjan samning. Neuer vill fimm ára samning, eitthvað sem Bayern er þó ekki tilbúið að samþykkja.

Hann er 34 ára gamall og vill 20 milljónir evra í árslaun en Karl-Heinz Rummenigge, forseti Bayern, talaði við Sky um að Bayern væri nálægt því að ganga frá samningum við hann.

Neuer ræddi við fjölmiðla eftir leikinn í dag og neitaði þessu.

„Ég held að Karl-Heinz Rummenigge viti hvað er í gangi og það er ekkert til að tilkynna í augnablikinu. Það er enginn úrslitakostur og það er ekki þörf á því að taka þessa ákvörðun núna. Auðvitað er ég bjartsýnn en þetta er alls ekki ljóst eins og staðan er núna," sagði Neuer.
Athugasemdir
banner
banner
banner