Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 17. maí 2020 20:52
Brynjar Ingi Erluson
Rooney: Park var jafn mikilvægur og Ronaldo hjá Man Utd
Ji-Sung Park var öflugur með United
Ji-Sung Park var öflugur með United
Mynd: Getty Images
Enski leikmaðurinn Wayne Rooney er með afar áhugaverð dálk í The Times í dag en hann ræðir þar áhrif á Ji-Sung Park á Manchester United og mikilvægi hans í leik liðsins.

Park og Ronaldo spiluðu saman í fjögur ár hjá United frá 2005 til 2009 áður en Ronaldo fór til Real Madrid en þeir unnu ensku úrvalsdeildina þrisvar og Meistaradeild Evrópu á þeim tíma.

Ronaldo var stjarna United og bjór yfir ótrúlegum hæfileikum en Rooney minnist þó á Park og segir hann jafn mikilvægan því þetta er jú liðsíþrótt.

Park spilaði 205 leiki og skoraði 27 mörk á sjö árum sínum hjá United áður en hann fór til QPR í eitt tímabil og svo á láni til PSV Eindhoven áður en hann lagði skóna á hilluna árið 2014.

„Það er ótrúlegt ef þú spyrð 12 ára krakka út í Ronaldo og þeir segja að hann hafi verið magnaður hjá Manchester United en ef þú nefnir Ji-Sung Park þá vita þeir kannski ekki hver hann var," skrifaði Rooney í dálknum.

„Þrátt fyrir það var Park jafn mikilvægur í að ná þessum árangri sem liðið náði. Það sem Park gaf fyrir liðið og ég vil tala um lið núna ekki stjörnurnar. Það er það mikilvægasta."

„Að skilja mikilvægi liðsins er það sem þetta snýst um og að skilja hvað þarf til að vinna leiki. Ekki bara það að spila heldur að það sé liðsandinn sem skilar titlum. Að spila fyrir lið er að taka skipunum frá stjóranum. Ef að einn leikmaður er ekki nógu agaður þá getur það skemmt allt leikplanið,"
skrifaði Rooney í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner