Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 17. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tveir hjá Parma með veiruna - Farfan fyrstur í Rússlandi
Farfan hefur gert 27 mörk í 95 landsleikjum með Perú.
Farfan hefur gert 27 mörk í 95 landsleikjum með Perú.
Mynd: Getty Images
Fregnir halda áfram að berast af knattspyrnumönnum sem greinast með kórónuveiruna enda allir atvinnumenn prófaðir reglulega í þeim deildum þar sem æfingar eru farnar aftur af stað.

Veiran hefur verið að ganga mikið á milli manna í ítalska boltanum og eru tveir leikmenn hjá Parma sýktir. Þeir komu báðir jákvæðir úr fyrra veiruprófinu en voru báðir orðnir neikvæðir 24 tímum síðar. Þeir eru þrátt fyrir það í einangrun og munu taka fleiri próf næstu daga.

Leikmennirnir eru báðir einkennalausir og bætast í hóp með leikmönnum Torino, Fiorentina og Sampdoria sem hafa greinst með kórónuveiruna síðustu daga.

Í Rússlandi eru fregnir um fyrsta COVID-19 smit leikmanns. Perúvski kantmaðurinn Jefferson Farfan kom jákvæður úr veiruprófi en hann hefur verið lykilmaður í liði Lokomotiv Moskvu undanfarin ár.

Farfan er 35 ára gamall og gerði garðinn frægan með PSV Eindhoven og Schalke.
Athugasemdir
banner
banner