Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 17. maí 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Vialli: Leið eins og krabbameinið væri mér að kenna
Teiknaði á sig augabrúnir
Mynd: Getty Images
Hinn 55 ára gamli Gianluca Vialli sigraðist á krabbameini í brisi í apríl eftir sautján mánaða lyfja- og geislameðferð.

Vialli er goðsögn á Ítalíu þar sem hann vann deildina með Sampdoria og Juventus áður en hann hélt til Chelsea og vann enska bikarinn fyrst sem leikmaður og síðan þjálfari.

Hann ræddi baráttuna sína við krabbamein í viðtali á BBC Radio 5 Live í vikunni.

„Til að byrja með leið mér eins og krabbameinið væri mér að kenna. Ég sagði engum frá því og faldi það frá almenningi. Ég léttist, missti hárið og mikla þyngd. Dætur mínar hjálpuðu við að teikna á mig augabrúnir," sagði Vialli.

„Ég vildi ekki finna fyrir meðaumkun frá fólki. Ég vildi halda öllu eðlilegu. Fólk talar um að berjast gegn krabbameini en ég lít ekki á það þannig, krabbamein er of sterkur andstæðingur til að geta sigrast á einn síns liðs. Ég var einfaldlega á ferðalagi með óæskilegum ferðafélaga."

Vialli segir að veikindin hafi hjálpað honum að kynnast sjálfum sér. Hann stundaði mikla hugleiðslu, æfði, skrifaði, las og lærði nýja hluti.

„Þetta hjálpaði mér að tengja við andlegu hliðina. Ég bjó til erfðaskrá og áttaði mig á mikilvægu hlutunum í lífinu. Það eru ekki hlutir eða eigur heldur fólkið sem er í kringum þig og ástin sem það gefur þér.

„Ég vil þakka heilbrigðisstarfsfólki NHS fyrir að hugsa frábærlega um mig,"
sagði Vialli að lokum, en hann býr í London ásamt fjölskyldu sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner