Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 17. maí 2020 18:51
Brynjar Ingi Erluson
Zlatan fer líklega ekki til Bologna
Zlatan fer líklega ekki til Bologna
Zlatan fer líklega ekki til Bologna
Mynd: Getty Images
Walter Sabatini, yfirmaður íþróttamála hjá Bologna, telur að það sé afar ólíklegt að Zlatan Ibrahimovic gangi til liðs við félagið í sumar.

Zlatan gerði hálfs árs samning við AC Milan í janúar en hann spilaði 10 leiki, skoraði 4 mörk og lagði upp 1 áður en deildin var stöðvuð til að koma í veg fyrir dreifingu á kórónaveirunni.

Samningur hans við MIlan rennur út í næsta mánuði en hann verður ekki áfram í herbúðum félagsins. Sinisa Mihajlovic, þjálfari Bologna, hefur mikinn áhuga á að fá Zlatan til félagsins en hann segir að valið standi á milli Bologna og Hammarby.

„Þetta er eitthvað sem gæti aðeins þróast vegna vináttu þeirra og gagnkvæmri virðingu. Það að reyna að fá Zlatan til Bologna er eitthvað sem virðist ólíklegt. Hann myndi klárlega hafa góð áhrif hér svo það væri frábært að fá hann en ég hef ekki trú á að það gerist," sagði Sabatini.
Athugasemdir
banner
banner