mán 17. maí 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Keane ekki sannfærður um Henderson - „Virkar mjög lítill"
Dean Henderson.
Dean Henderson.
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, er ekki sannfærður um að Dean Henderson sé efni í það að vera framtíðarmarkvörður félagsins.

Henderson hefur að undanförnu komið inn sem aðalmarkvörður í deildinni á kostnað David de Gea sem er farinn að spila í Evrópudeildinni.

Henderson var ekki mjög sannfærandi gegn Liverpool í vikunni og Keane sagði hann virka afar lítinn í markinu.

„Ég hef séð nokkur mörk undanfarið þar sem hann virkar mjög lítill í markinu. Hann var pínulítill í fjórða markinu," sagði Keane eftir 4-2 tap United gegn Liverpool.

„Hann þarf að fá leiki. Þetta kvöld var ekki hans besta kvöld en hann þarf að fá leiki. Auðvitað mun hann gera mistök en mínar áhyggjur eru að hann virkar mjög lítill."

Hér að neðan má sjá hvernig Henderson stóð í fjórða markinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner