sun 17. júní 2018 07:57
Magnús Már Einarsson
Birkir Már: Einhver verður að vera fyrstur til að stoppa Messi
Icelandair
Birkir í baráttunni við Messi í gær.
Birkir í baráttunni við Messi í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður Íslands, var hvergi smeykur við að takast á við Lionel Messi fyrir 1-1 jafnteflið gegn Argentínu í gær.

Birkir er í stóru hlutverki í bíómyndinni Síðasta áminningin og í mars síðastliðnum tók Guðmundur Björn Þorbjörnsson viðtal við hann fyrir myndina.

Þar var Birkir spurður hvort að hann hræddist að mæta Messi, sem hefur verið annar af tveimur bestu fótboltamönnum í heimi undanfarin tíu ár.

„Nei, í rauninni ekki. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er þetta ekkert sem hræðir mig eða stressar mig eða eitthvað svoleiðis," sagði Birkir í myndinni.

„Allir vita að hann er yfirnáttúrulega góður í fótbolta og hann sýnir það um hverja einustu helgi í hverjum einasta leik."

„Það virðist vera alveg sama hvaða leikmenn eru á móti honum eða hvernig er varist, það virðist enginn geta stoppað hann en það verður einhver að vera fyrstur."


Birkir átti mjög góðan leik í gær en hann hélt Angel Di Maria alveg niðri og hjálpaði einnig til við að stöðva Messi.

Hér að neðan má sjá brotið úr myndinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner