Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 17. júní 2018 17:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Leikmenn Suður-Kóreu skiptast á treyjunúmer til að rugla Svía
Son Heung-min er þekktasti leikmaður Suður-Kóreu.
Son Heung-min er þekktasti leikmaður Suður-Kóreu.
Mynd: Getty Images
Shin Tae-yong, þjálfari Suður-Kórea hefur skipað leikmönnum sínum að skiptast á treyjunúmerum á æfingum til að rugla njósnara Svíþjóðar í ríminu.

Þjálfarinn vonast til þess að hafa tekist að halda taktík sinni leyndri fyrir leikinn gegn Svíþjóð. Hann vonast til að aðferðin hafa ruglað njósnara sænska landsliðsins og telur að evrópubúar eigi erfitt með að greina asíubúa í sundur.

„Ég held að við höfum viljað rugla sænska liðið. Þess vegna gerðum við þetta. Við skiptum þeim á milli leikmanna því að við vildum ekki sýna andstæðingum okkar neitt. Ki Sung-yueng er líklega þekktur, sem og Son Heung-min en andstæðingar okkar gætu ruglast á öðrum leikmönnum okkar," sagði Shin.

Suður-Kóra spilar fyrsta leik sinn á mánudaginn gegn Svíþjóð í Nizhny Novgorod í F-riðli en liðið mætir einnig Mexíkó og Þýskaland í riðlakeppninni.
Athugasemdir
banner