Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 17. júní 2018 09:24
Ingólfur Páll Ingólfsson
Messi sár yfir vítaspyrnuklúðrinu
Icelandair
Hannes að verja frá Messi.
Hannes að verja frá Messi.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi segist augljóslega vera sár eftir að hafa klikkað á vítaspyrnu í leiknum gegn okkur Íslendingum í gær.

Messi segir að það hefði breytt leiknum hefði hann skorað. Hannes varði hinsvegar frábærlega frá einum besta leikmanni heims.

„Það hefði breytt handritinu. Það hefði gefið okkur forskot," sagði Messi.

„Augljóslega særir það mig að hafa klikkað á vítaspyrnunni. Þeir hefðu opnast meira og við hefðum getað fundið fleiri svæði. Ég ber ábyrgð á því að við tókum ekki þrjú stig. Ég er ekki í nokkrum vafa um að mark úr vítaspyrnunni hefði breytt öllu."

„Við erum bitrir yfir því að hafa ekki tekið þrjú stig sem við áttum skilið. Að byrja á sigri er alltaf mikilvægt, nú þurfum við að hugsa um leikinn gegn Króatíu."

Hinn magnaði Messi er nú búinn að klúðra fjórum af síðustu sjö vítaspyrnum sínum fyrir Argentínu og Barcelona. Það má þó ekki taka neitt af Hannesi Halldórsyni sem varði frábærlega frá Messi og var valinn maður leiksins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner