sun 17. júní 2018 12:15
Ingólfur Páll Ingólfsson
Þjálfari Mexíkó segir liðið ekki ætla að liggja í vörn gegn Þýskalandi
Osorio hefur trú á sínum mönnum.
Osorio hefur trú á sínum mönnum.
Mynd: Getty Images
Juan Carlos Osorio, þjálfari Mexíkó segir að liðið geti barist gegn Þýskalandi og muni ekki ganga út á völlinn með það að leiðarljósi að liggja í vörn.

Knattspyrnuveislan heldur áfram í dag. Klukkan 15:00 mætast Mexíkó og Þýskaland í F riðli. Á fréttamannafundi fyrir leik var þjálfari Mexíkó bjartsýnn.

Fjölmiðlar í Mexíkó hafa gefið í skyn að Osorio muni ekki spila sinn vanalega sóknarleik sem hann neitaði.

Við getum barist gegn þeim. Við teljum okkur eiga góða möguleika gegn einu besta liði heims," sagði Osorio.

Ég hef fulla trú á mínum leikmönnum og trúi því að með okkar miðjumenn getum við einnig haldið boltanum. Við þurfum að bera virðingu fyrir andstæðingnum en við munum ekki breyta okkur spili."

Osorio gaf einnig í skyn að reynslumeiri leikmenn liðsins yrðu að takast á við þann tilfinningalega rússíbana sem fylgir því að spila fyrir landsliðið á smekkfullum velli í Moskvu.

Við þurfum að spila fyrir ástríðunni sem fylgir því að sigra en ekki óttanum af því að tapa," sagði Osorio.
Athugasemdir
banner
banner
banner