mán 17. júní 2019 21:18
Ívan Guðjón Baldursson
EM U21: Þýskaland lagði Dani - Luka Jovic í tapliði
Mario Richter skoraði tvennu.
Mario Richter skoraði tvennu.
Mynd: Getty Images
Hannes Wolf gæti verið frá út árið.
Hannes Wolf gæti verið frá út árið.
Mynd: Getty Images
Þýskaland og Austurríki byrja EM U21 árs landsliða á góðum sigrum gegn sterkum liðum Dana og Serba.

Þjóðverjar komust í 3-0 gegn Dönum áður en Robert Skov minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 73. mínútu.

Þjóðverjar voru mun betri í leiknum og skoraði Mario Richter, liðsfélagi Alfreðs Finnbogasonar hjá Augsburg, fyrstu tvö mörk leiksins. Gian-Luca Waldschmidt, framherji Freiburg, gerði þriðja markið.

Þýskaland 3 - 1 Danmörk
1-0 Marco Richter ('28)
2-0 Marco Richter ('52)
3-0 Gian-Luca Waldschmidt ('65)
3-1 Robert Skov ('73, víti)

Luka Jovic, sóknarmaður Real Madrid, lék allan leikinn en náði ekki skoti á markið frekar en samherjar sínir er Serbía tapaði fyrir Austurríki.

Leikurinn var nokkuð jafn en Austurríkismenn komust í betri færi og skoraði Hannes Wolf, miðjumaður Salzburg, á 37. mínútu.

Þetta var þó ekki góður dagur fyrir Wolf því hann virtist ökklabrotna á 75. mínútu leiksins eftir samskipti við Vukasin Jovanovic. Serbinn fékk beint rautt spjald eftir að atvikið var skoðað með myndbandstækni.

Sascha Horvath innsiglaði sigur Austurríkis um leið og leikurinn var flautaður aftur á, með marki beint úr aukaspyrnu. Lokatölur 0-2.

Serbía 0 - 2 Austurríki
0-1 Hannes Wolf ('37)
0-2 Sascha Horvath ('78)
Rautt spjald: Vukasin Jovanovic, Serbía ('75)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner