Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 17. júní 2019 20:25
Ívan Guðjón Baldursson
Sampdoria að næla í Totti og Di Francesco
Daniele De Rossi hefur verið orðaður við þjálfarastarf hjá Sampdoria. Hann myndi starfa sem partur af teymi Di Francesco.
Daniele De Rossi hefur verið orðaður við þjálfarastarf hjá Sampdoria. Hann myndi starfa sem partur af teymi Di Francesco.
Mynd: Getty Images
Francesco Totti tilkynnti ákvörðun sína um að yfirgefa Roma eftir 30 ára samstarf fyrr í dag. Totti kvaddi uppeldisfélagið á slæmum nótum og taldi upp galla félagsins á fréttamannafundi.

Á fréttamannafundinum talaði hann um framtíð sína eftir Roma og sagðist vera með nóg af tilboðum á borðinu. Ítalskir fjölmiðlamenn eru sammála um að Totti sé líklegast á leið til Sampdoria, þar sem hann mun endursameinast Eusebio Di Francesco.

Di Francesco var rekinn frá Roma tæpu ári eftir að hafa komið liðinu í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Totti var á móti ákvörðuninni og hefur miklar mætur á Di Francesco, sem og stór hluti stuðningsmanna.

„Hann bað um fjóra eða fimm leikmenn en fékk ekki neinn. Hann valdi ekki leikmennina sem voru keyptir til félagsins, þrátt fyrir að vera þjálfarinn. Svo var hann rekinn fyrir að ná ekki árangri," sagði Totti meðal annars á fréttamannafundinum.

„Ég á eftir að taka ákvörðun um mína eigin framtíð en það eru mörg tilboð á borðinu, ég verð ekki atvinnulaus. Eins og staðan er núna eru eigendur annarra félaga tilbúnir til að veita mér traust."

Di Francesco hefur verið atvinnulaus síðan hann var rekinn frá Roma og samdi ekki um starfslok fyrr en í dag. Ítalskir fjölmiðlar segja að Di Francesco verði kynntur sem þjálfari Sampdoria á föstudaginn.

Di Francesco tekur við þjálfarastarfinu af Marco Giampaolo sem verður kynntur sem nýr stjóri AC Milan í kvöld eða á morgun.

Totti yrði ráðinn sem yfirmaður íþróttamála og myndi taka við af Walter Sabatini, sem hætti eftir rifrildi við Massimo Ferrero, eiganda Sampdoria, í vor. Sabatini er mikils metinn á Ítalíu og var ráðinn til Bologna í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner