Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 17. júní 2019 22:14
Ívan Guðjón Baldursson
Stjarna Nígeríu og Barcelona æfði fótbolta í laumi
Oshoala í leik með Nígeríu á HM 2015.
Oshoala í leik með Nígeríu á HM 2015.
Mynd: Getty Images
Asisat Oshoala, 24 ára, er ein helsta stjarna nígeríska landsliðsins sem lauk riðlakeppninni á HM með 1-0 tapi gegn heimamönnum í Frakklandi fyrr í kvöld.

Nígería hefur staðið sig vel í lokakeppninni og segir Oshoala að landsliðsstelpurnar séu að vinna gríðarlega mikilvægt verk. Þær vilja leggja sitt af mörkum til að breyta hugarfarinu í Nígeríu.

Til að útskýra betur hugarfarið í heimalandinu deildi Oshoala reynslusögu sinni og sagði frá því hvernig hún þurfti að æfa í laumi svo foreldrar hennar kæmust ekki að því.

„Þetta er ekki aðeins ríkjandi hugarfar í Nígeríu heldur í nánast allri Afríku. Við erum að reyna að breyta þessu hugarfari," sagði Oshoala.

„Þegar ég bjó hjá foreldrum mínum þurfti ég að labba á æfingar því þau gáfu mér engan pening fyrir fari. Ég þurfti að ljúga um hvað ég væri að gera og var mikið heima hjá vinkonum mínum á milli skólatíma og æfinga. Ef ég sá föður minn þá þurfti ég að hlaupa í burtu svo hann sæi ekki að ég væri að óhlýðnast.

„Málið er að í Afríku eru ekki margir sem hafa áhuga á kvennaknattspyrnu. Flestir foreldrar vilja ekki að dætur sínar spili fótbolta, það er ekki talin vera framtíð í því."


Oshoala skoraði í 2-0 sigri Nígeríu gegn Suður-Kóreu. Hún hefur gert 11 mörk í 17 landsleikjum og er búin að gera 8 mörk í 8 deildarleikjum með Barcelona. Þá skoraði hún eina mark Barca í 4-1 tapi gegn Lyon í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner