Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 17. júní 2021 13:48
Ívan Guðjón Baldursson
Laporta: Messi vill vera áfram - Launin ekki vandamál
Mynd: Getty Images
Samningsviðræður Lionel Messi við Barcelona eru í fullum gangi þessa dagana en Argentínumaðurinn knái er ekki enn búinn að skrifa undir samning.

Messi á aðeins tvær vikur eftir af samningi sínum við Barca og segir Joan Laporta forseti félagsins að fótboltasnillingurinn vilji skrifa undir svo lengi sem félagið mæti kröfum hans.

Kröfurnar snúa ekki að launamálum heldur öðrum hlutum. Messi vill að ákveðnum skilyrðum sé mætt.

„Leo Messi verður áfram á Camp Nou. Hann vill vera áfram, ég get ekki ímyndað mér neitun. Þetta verður ekki auðvelt en við munum gera okkar besta," sagði Laporta.

„Við þurfum ekki að sannfæra hann frekar, hann er tilbúinn til að vera hérna áfram sé skilyrðum hans mætt. Það er ekkert vandamál með launin, hann gerði okkur mjög auðvelt fyrir þar.

„Kun Agüero segir honum daglega að skrifa undir samning svo þeir geti spilað saman hjá félagsliði."

Athugasemdir
banner
banner
banner