Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. júlí 2018 14:00
Arnar Daði Arnarsson
56 dagar í næsta landsleik - KSÍ er meðvitað um tímarammann
Icelandair
Guðni ásamt Gianni Infantino.
Guðni ásamt Gianni Infantino.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska karla landsliðið er þjálfaralaust eftir tíðindi dagsins þegar tilkynnt var að Heimir Hallgrímsson verði ekki áfram þjálfari landsliðsins.

56 dagar eru í næsta landsleik Íslands þegar þeir heimsækja Sviss í fyrsta leik Þjóðardeildarinnar. Guðni Bergsson formaður KSÍ viðurkennir að þeir væru til í að hafa meiri tíma fram að fyrsta leik en svona er bara staðan.

„Við erum meðvituð um tímarammann. Við brettum upp ermar og setjum þetta ferli í gang. Ég held að það sé ekkert teljandi vandamál í þessu," sagði Guðni og hélt áfram.

„Þetta þarf að taka sinn tíma. Við vorum að vonast eftir að þetta yrði klárt tveimur vikum eftir HM en þetta er ekkert langt umfram það. Nú hefst þessi vinna á fullu hjá okkur og reynum auðvitað að vanda til verka og reyna að finna rétta einstaklinginn í starfið."

Fréttamannafundurinn með Guðna má sjá í heild sinni hér að neðan.


Heimir hættur: Sjáðu fund Guðna Bergs í heild sinni
Athugasemdir
banner