Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 17. júlí 2018 19:44
Elvar Geir Magnússon
Þrándheimi
Brattir Valsarar æfðu á Lerkendal - Óli Jó spenntur
Valsmenn á æfingu á Lerkendal.
Valsmenn á æfingu á Lerkendal.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Það er frábært stand á hópnum og allir heilir. Ég þarf að velja 18 menn úr þessum stóra hóp okkar og ég geri það í kvöld. Það kemur allt í ljós. Við erum vel gíraðir í þetta og ég hef góða tilfinningu. Það þjappar hópnum saman að fara í svona Evrópuleiki og ég er mjög spenntur fyrir leiknum," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, á síðustu æfingu fyrir leikinn gegn Rosenborg.

Valsmenn eru í spennandi stöðu með 1-0 forystu eftir fyrri leikinn og þeir æfðu á Lerkendal keppnisvellinum í kvöld. Þar verður leikurinn á morgun miðvikudag, 17:45 að íslenskum tíma en 19:45 að staðartíma.

Valur tók um klukkutíma æfingu á vellinum í kvöld en Lerkendal er næst stærsti leikvangur Noregs, tekur rúmlega 21 þúsund áhorfendur. Hann opnaði fyrst 1947 en hefur gengið í gegnum nokkrar endurbætur.

Reiknað er með um 7.000 áhorfendum á leikinn á morgun.

Íþróttavöruverslun, veitingastaður og líkamsræktarstöð eru samtengd vellinum en hér má sjá myndir og myndband frá æfingu dagsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner