Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. júlí 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Conte þakkar fyrir sig með yfirlýsingu
Mynd: Getty Images
Antonio Conte var rekinn úr stjórastól Chelsea á dögunum eftir mikið ósætti milli hans og stjórnarinnar.

Chelsea vildi gera starfslokasamning við Conte en Ítalinn hafði engan áhuga á að skrifa undir svo félagið endaði á að reka hann.

Conte fer fram á að fá tíu milljónir punda fyrir samningsriftunina en félagið ætlar að berjast gegn því með að reyna að sýna fram á ófagmennsku stjórans meðan hann var í starfi.

„Ég vil þakka öllum vinum mínum hjá Chelsea fyrir vinnuna og stuðninginn sem skiluðu sigrum í ensku úrvalsdeildinni og bikarnum," segir í yfirlýsingu Conte.

„Ég vil þakka leikmönnunum sérstaklega fyrir sitt framlag, það var mér mikil ánægja að starfa með þeim daglega. Ég vil þakka starfsliðinu innilega fyrir óbilandi metnað og fagmannleg vinnubrögð.

„Ég naut tíma mins á Englandi og vil þakka Chelsea fyrir að hafa verið mér sem fjölskylda."


Chelsea hefur ekki þakkað Conte fyrir störf sín fyrir félagið en óskaði honum góðs gengis í framtíðinni í afar stuttri yfirlýsingu þegar hann var rekinn.

„Á tíma Antonio hjá félaginu unnum við okkar sjötta deildartitil og áttunda FA bikar. Þegar liðið vann deildina bætti það met með því að vinna 30 leiki af 38 og 13 leiki í röð," stendur í yfirlýsingu Chelsea.

„Við óskum Antonio góðs gengis í framtíðarstörfum."
Athugasemdir
banner
banner