Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   þri 17. júlí 2018 08:30
Elvar Geir Magnússon
Þrándheimi
Eiður Aron: Fæ vonandi aftur að kljást við Bendtner
Eiður ræddi við Fótbolta.net eftir æfingu í Þrándheimi í gær.
Eiður ræddi við Fótbolta.net eftir æfingu í Þrándheimi í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Eiður Aron Sigurbjörnsson átti hreint magnaðan leik þegar Valur vann 1-0 sigur gegn Rosenborg á Hliðarenda fyrir tæpri viku síðan. Hann átti stórleik varnarlega og skoraði sigurmarkið. Liðin mætast aftur í Þrándheimi á morgun.

Fótbolti.net ræddi við Eið eftir æfingu Valsmanna í gær.

„Við náðum upp frábærum leik á Íslandi og nú er bara erfiður leikur framundan á miðvikudag. Við þurfum að eiga algjöran toppleik. Hjá Rosenborg er gerð krafa að slá út Val og það gætu orðið einhver læti," segir Eiður.

„Við förum í leikinn til að spila góðan fótbolta og verja markið okkar eins og menn. Þá ættum við að geta farið héðan glaðir."

„Fyrri leikurinn var með mínum betri leikjum í langan tíma held ég. Vonandi fæ ég að kljást aftur við Bendtner og þessa gæja, mér finnst það helvíti skemmtilegt. Allt liðið varðist frábærlega í fyrri leiknum og þá er auðvelt að líta vel út."

„Það þarf ekkert stress. Þetta er bara fótboltaleikur og við eigum að njóta þess að spila. Við höfum fulla trú á því að við getum klárað þetta verkefni. Ef við náum upp svipuðum leik og í síðustu viku förum við áfram, þeir sköpuðu sér nánast ekkert."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar talar Eiður meðal annars um að styrkleiki Pepsi-deildarinnar endurspeglist í úrslitum íslenskra liða í Evrópuleikjum síðustu viku.
Mun Víkingur stinga af í Bestu deildinni?
Athugasemdir
banner
banner
banner