Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 17. júlí 2018 22:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Forseti CSKA ekki búinn að samþykkja tilboð Chelsea í Golovin
Golovin er á förum frá CSKA Moskva.
Golovin er á förum frá CSKA Moskva.
Mynd: Getty Images
Aleksandr Golovin stóð sig frábærlega fyrir Rússland á HM nú í sumar og hefur verið orðaður við ýmis lið víðsvegar um Evrópu í kjölfar árangursins, þar á meðal Chelsea.

Talið var að Chelsea væri nálægt því að ganga frá kaupum á þessum 22. ára gamla leikmanni en nú hefur Evgenly Giner, forseti CSKA Moskva stigið fram og segir að þrátt fyrir að Golovin sé nálægt því að yfirgefa félagið hafi enginn samningur verið gerður við Chelsea.

Golovin viðurkenndi þó fúslega að Golovin væri á förum til þess að uppfylla þær kröfur sem eru gerðar til hans um að verða stjarna í fótboltaheiminum.

Til þess að skemma hann ekki verðum við að láta hann fara. En við höfum enga lausn í dag. Þegar við fáum tilboð munum vil alltaf reyna að semja. Við fengum heimsókn frá varaforseta Mónako og ræddum mögulega skipti Golovin,” sagði Giner.

Chelsea? Það eru ekkert samkomulag við þá. En spurningin um félagsskipti hans til annars liðs verður ákveðið á næstu dögum.”

Golovin spilaði í öllum fimm leikjum Rússlands á HM og skoraði eitt mark, í opnunarleiknum gegn Sádí-Arabíu,

Athugasemdir
banner
banner