Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 17. júlí 2018 11:54
Arnar Daði Arnarsson
Heimir enn samningsbundinn KSÍ - Gæti farið að skúra skrifstofuna
Icelandair
Heimir og Gylfi eftir síðasta leik Heimis sem landsliðsþjálfara.
Heimir og Gylfi eftir síðasta leik Heimis sem landsliðsþjálfara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson er hættur þjálfun íslenska landsliðsins en þetta var staðfest í tilkynningu frá KSÍ sem send var út í morgun.

Á fréttamannafundinum sem hann hélt fyrir hádegi í dag var hann spurður að því hvort hann myndi hjálpa KSÍ að finna næsta eftirmann hans sem landsliðsþjálfara.

„Ég er með samning við KSÍ út þennan mánuð. Ég veit ekki hvort að Klara (Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ) láti mig fara að skúra hjá Knattspyrnusambandinu," sagði Heimir og uppskar hlátur.

„Við erum að ganga frá ýmsum málum. Á morgun erum við til dæmis með fund um það hvað við lærðum á HM, þar sem allt starfsfólkið kemur saman og við setjum í púkk hvað við lærðum af HM. Við erum að reyna halda áfram að bæta okkur faglega á allan hátt og reyna bæta alla verkferla hjá okkur. Síðan þarf að ganga frá og ef að ég hef tök á, þá að sjálfsögðu mun ég hjálpa og aðstoða Knattspyrnusambandinu í öllu því sem þau biðja mig um að gera," sagði Heimir fráfarandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins.

Heimir svaraði því neitandi þegar hann var spurður að því hvort hann hefði skoðun á því hver ætti að vera næsti landsliðsþjálfari. Það sé í höndum annarra.

Hér að neðan má horfa á fréttamannafund Heimis í heild.
Heimir hættur - Fréttamannafundurinn í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner