Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   þri 17. júlí 2018 11:50
Arnar Daði Arnarsson
Heimir hættur - Fréttamannafundurinn í heild sinni
Icelandair
Heimir ásamt Sigga Dúllu og Helga Kolviðs.
Heimir ásamt Sigga Dúllu og Helga Kolviðs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson er hættur þjálfun íslenska landsliðsins en þetta var staðfest í tilkynningu frá KSÍ sem send var út í morgun.

Heimir boðaði til fréttamannafundar á Hilton Hótel Nordica klukkan 11:00 í morgun.

Hægt er að sjá fréttamannafundinn í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.

Helstu punktar frá fundinum

- Heimir segir að fyrirspurnir hafi komið til sín frá félagsliðum og landsliðum. Ekkert sem hafi þó haft áhrif á þessa ákvörðun að stíga til hliðar hjá KSÍ. Hann sé nú í þeirri stöðu að hann geti skoðað allt.

- Heimir segir að það séu nokkrir dagar síðan hann hafi tekið þá ákvörðun að hætta. Viðurkennir að þetta hafi verið að snúast í hausnum á sér.

- Heimir ræddi við KSÍ um að halda samstarfinu áfram og segir að hugmyndum hafi verið kastað á milli. Hugmyndir voru uppi um að Heimir tæki bara Þjóðadeildina en þegar það var rætt betur féll það um sjálft sig.

- Hann segist hafa vitað það sjálfur hvaða svigrúm væri í sambandi við laun. Viðræðurnar við KSÍ hafi aldrei snúist um peninga.

- Heimir segir að sjö ár sé langur tími og það sé hollt fyrir hópinn að fá nýja rödd og nýja sýn. Kominn sé tími á breytingar og það sé gott bæði fyrir hann sjálfan og liðið. Það komi þreyta í allt samstarf.

- Heimir hrósar samstarfsmönnum sínum í gegnum árin og segir að Lars Lagerback hafi verið besti lærifaðir sem hann hafi getað haft. Hann segir að verðmæti KSÍ felist í starfsfólkinu.

- Árangurinn er þó fyrst og fremst leikmannana og talar um persónulegan metnað og framlag hjá strákunum okkar.

- Hann segist skilja við liðið í frábærri stöðu og staða KSÍ hafi aldrei verið betri. Spennandi tímar séu framundan í íslenskum fótbolta. Hann hrósar samstarfi við fjölmiðla og stuðningsmenn.
Athugasemdir
banner