Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. júlí 2018 22:28
Hafliði Breiðfjörð
Helgi Kolviðs að taka við indversku liði?
Icelandair
Skjótt skipast veður í lofti í þjálfaramálum Íslands. Í morgun hætti Heimir Hallgrímsson þjálfari og aðstoðarmaður hans er nú á leið í indversku deildina.
Skjótt skipast veður í lofti í þjálfaramálum Íslands. Í morgun hætti Heimir Hallgrímsson þjálfari og aðstoðarmaður hans er nú á leið í indversku deildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Indverskir fjölmiðlar fullyrða í kvöld að Helgi Kolviðsson sé að taka við þjálfun FC Pune City í indversku deildinni.

Helgi hefur undanfarin tvö ár verið aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar með íslenska landsliðið en Heimir tilkynnti í morgun að hann sé hættur með liðið og leit er hafin að eftirmanni hans.

Ef eitthvað er að marka fréttir indverska miðilsins er ljóst að Helgi ætlar ekki að bjóða sig fram í landsliðsþjálfarastöðuna.

Helgi er 46 ára gamall og hefur mikla reynslu sem aðalþjálfari bæði í Þýskalandi og Austurríki þar sem hann lék einnig meirihluta ferils síns.

Indverska félagið hafði ráðið Brasilíumanninn Marcos Paqueta í stöðu þjálfara fyrir komandi tímabilið en hann rifti samningnum þegar hann fékk tilboð frá Botafogo í heimalandinu.

Austin MacPhee aðstoðarstjóri Hearts í Skotlandi og Paul Le Guen fyrrverandi stjóri Rangers höfðu verið á óskalista Puna áður en nafn Helga komst á blað.
Athugasemdir
banner
banner
banner